Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan Jónas Haraldsson skrifar 19. júlí 2007 12:31 David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri. Erlent Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.
Erlent Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira