Bretar segja brottrekstur erindreka óréttlætanlegan Jónas Haraldsson skrifar 19. júlí 2007 12:31 David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri. Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Rússar hafa ákveðið að reka fjóra breska erindreka úr landi og hefna þar með fyrir ákvörðun Breta sem ráku nýverið fjóra enrindreka Rússa frá Bretlandi. Þá hafa Rússar einnig ákveðið að hætta að veita breskum embættismönnum vegabréfsáritanir. Einnig var tilkynnt að þeir hefðu bundið enda á samstarf ríkjanna tveggja í hryðjuverkamálum. Breska utanríkisráðuneytið svaraði því að það væri vonsvikið yfir því að Rússar ætluðu sér ekki að vinna með þeim í máli Andrei Lugovoy. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun Rússa um að reka erindrekana fjóra úr landi óréttlætanlega. Hann sagðist á sama tíma þakklátur fyrir stuðning alþjóðasamfélagins í málinu. Miliband sagði á fréttamannafundi nú fyrir stuttu að Bretar hafi ennþá stóru hlutverki að gegna í heiminum og að þau tengsl sem að landið búi nú yfir, til dæmis við Bandaríkjamenn, séu ef eitthvað er enn mikilvægari en áður. Þá sagði hann öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mikilvægan vettvang sem þyrfti að nota til þess að koma málum á framfæri. Þar væri unnið með Kína og Rússlandi og þess vegna væri nauðsynlegt að halda góðum samskiptum við þau lönd. Einnig minntist hann á samstarf Rússa og Breta í fjórvelda hópnum og sagði að það samstarf þyrfti ekki að verða fyrir áhrifum frá öðrum málum. Miliband er einn af yngstu utanríkisráðherrum í sögu Bretlands. Hann var skipaður í embætti þegar að Gordon Brown tók við sem forsætisráðherra Bretlands. Rice hvetur Rússa til að framselja LugovoyAndrei Lugovoy, maðurinn sem Bretar og Rússar deila um.MYND/APCondoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Rússa til þess að virða framsalsbeiðni Breta og afhenda þeim Andrei Lugovoy. Hún sagði þetta rétt fyrir fund fjórveldanna en fulltrúar þeirra hittast á í dag. Þá sagði hún engan tilgang sjá í því að sniðganga Rússa.Lugovoy hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu og sagði nýverið að breska leyniþjónustan hefði ætlað sér að myrða Litvinenko. Þeir voru eitt sinn samstarfsmenn. Rússar segja það vera gegn stjórnarskrá sinni að framselja rússneskan ríkisborgara til þess að rétta yfir honum í öðru landi. Bretar hafa hins vegar bent á að ef hann fer til lands sem Bretar hafa framsalssamning við muni þeir fara fram á að Lugovoy verði afhentur þeim hið fyrsta. Litvinenko málið er ástæða erfiðleikannaLitvinenko á banabeði sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum í nóvember á síðasta ári.MYND/APUndanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess. Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.
Erlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira