Fyrstu helgina í september verður haldið svokallað ÍSMÓT 2007 hér á landi. Á því safnast saman hársnyrtar, snyrtifræðingar, gullsmiðir, klæðskerar og ljósmyndarar og munu þeir keppa á Íslandsmótum í sínum greinum.
Samhliða keppninni verður sýning sem verður opin almenningi og getur hann fylgst með keppnunum. Erlendir sérfræðingar eru síðan væntanlegir fyrir mótið hingað til lands til fyrirlestrahalds.
Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðum mótsins, http://www.si.is/ismot.