Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 15:03 Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök. Erlent Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök.
Erlent Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira