Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þá fór bíll út af veginum á Melasveitarvegi um klukkan níu í kvöld. Tvær konur og ungabarn voru í bílnum og voru þau flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akranesi. Að sögn lögreglunnar í Borganesi er talið að um minniháttar meiðsl hafi verið að ræða.