Erlent

Sléttumýs skekja Spán

Oddur S. Báruson skrifar

Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum.

Aðgerðir af þessu tagi eru að öllu jöfnu ekki leyfðar af Evrópusambandinu, nema í algerum neyðartilfellum.

Tendrað var í í héraðinu Castilla-Leon í gær. Það sama verður gert í Avila, Palencia og Segovia.

Enginn skilur af hverju skyndileg fór að fjölga í hópi músanna, en nú hafa þær lagt undir sig um 400,000 hektara svæði á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×