Erlent

Geimhótel opnar árið 2012

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Áætlað er að búið verði að opna hótelið árið 2012.
Áætlað er að búið verði að opna hótelið árið 2012.

Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012.

Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. Í því verði er innifalin átta vikna þjálfun fyrir geimferðina á hitabeltiseyju.

Gestir munu klæðast búningum úr frönskum rennilásum

Á meðan á dvöl gestanna stendur myndu þeir meðal annars sjá sólina rísa 15 sinnum á dag. Þeir munu þurfa að klæðast búningum úr frönskum rennilásum til þess að skríða um herbergin sín og festa sig við veggina.

Xavier Claramunt forstjóri fyrirtækisins sem byggir hótelið sagði baðherbergi í þyngdarleysi vera mestu áskorunina. Það gæti þó verið að þeir hafi fundið lausn á því hvernig hægt sé að fara í sturtu. Gestirnir munu fara í sérstakt spa- herbergi, en þar inni munu vera svífandi um kúlur af vatni.

Þegar gestirnir eru ekki að dást af útsýninu úr herbergjunum sínum, munu þeir taka þátt í vísindarannsóknum á geimferðum.

Galactic Suite hótelið byrjaði sem tómstundagaman hjá geimverkfræðinginum Claramunt. En ævintýrið varð að veruleika þegar ákafir áhugamenn um geimferðalög ákváðu að leggja til þá 3 milljarða dollara sem þurfti.

Síðan þá hefur bæst við Bandarískt fyrirtæki sem staðráðið er í því að nema land á Mars og sér hótelið sem fyrsta skrefið í áttina að því. Einnig eru fjárfestar frá Japan, Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum í viðræðum við fyrirtækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×