Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 11:42 Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti. Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira
Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti.
Innlent Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Sjá meira