Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:53 Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira