Krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum 20. september 2007 18:41 Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi, Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi,
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira