Erlent

Frjósamar nektardansmeyjar þéna meira

MYND/Image Forum

Nektardansmeyjar sem eru á hátindi frjósemi sinnar í tíðahringnum fá að jafnaði meira í þjórfé en starfssystur þeirra sem eru á pillunni. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna við háskólann í New Mexico í Bandaríkjunum.

Í rannsókninni tóku vísindamennirnir fyrir hóp nektardansmeyja. Báru þeir saman tekjur þeirra dansmeyja sem taka pilluna við tekjur þeirra sem ekki eru á pillunni.

Niðurtöðurnar sýndu fram á að þær sem ekki taka pilluna fá að jafnaði meira í þjórfé en hinar. Sérstaklega átti þetta við þegar umræddar dansmeyjar voru á frjósamasta skeiði tíðahringsins. Þegar því tímabili lauk eða áður en það hófst fengu þær hins vega jafn mikið í þjórfé og þær sem eru á pillunni.

Vísindamennirnir telja líklegt að skýringuna megi finna í því hvernig hormónar hafa áhrif á hegðun og líkama kvenna þegar þær eru frjósamar. Eldri rannsóknir hafa meðal sýnt fram á að konur sem eru frjósamar gefa frá sér sérstaka lykt sem hefur áhrif á kynlöngun karlmanna. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að konur eru ómeðvitað djarfari í klæðaburði þegar þær hafa egglos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×