Erlent

Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum

Eru þetta afkomendur þeirra dýra sem skildu eftir sig fótspor á klettinum í Kanda fyrir 315 milljón árum?
Eru þetta afkomendur þeirra dýra sem skildu eftir sig fótspor á klettinum í Kanda fyrir 315 milljón árum? MYND/AFP

Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið.

Sporin fundust fyrir tilviljun á sjávarkletti í New Brunswick í Kanada. Um er að ræða mörg hundruð spor sem vísindamenn telja að eðlurnar hafi skilið eftir sig þegar þær söfnuðust saman við vatnsból. Sporin sýna ennfremur að dýrið hafði sundfit og fimm fingur.

Samkvæmt aldursgreiningu eru sporin um 315 milljón ára gömul. Sé það rétt bendir allt til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið um þremur milljónum ára fyrr en hingað til hefur verið talið.

Sporin eru frá þeim tíma þegar hryggdýr voru fyrst að þróa með sér þá eiginleika að geta lifað á þurru landi. Stærsta skrefið í þá átt var þegar hryggdýr fóru að verpa eggjum með verndandi skurn. Fyrir vikið þurftu dýrin ekki lengur að fara í sjóinn til að verpa og gátu komið sér betur fyrir á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×