Erlent

Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft

Eldflaugin sem ber Change'e One pökkuð inn til að verjast skemmdum.
Eldflaugin sem ber Change'e One pökkuð inn til að verjast skemmdum. MYND/AFP

Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið.

Skjóta á könnunarfarinu á loft á miðvikudaginn en það gæti frestast um allt að tvo daga ef veðurskilyrði verða ekki hagstæð.

Þetta er í fyrsta skipti sem Kínverjar skjóta á loft sérstöku geimkönnunarfari til tunglsins en þeir hafa boðað mannaða lendingu á tunglinu innan næstu 15 ára. Fyrr í þessum mánuði komst japanska geimkönnunarfarið, Kaguya, á sporbraut umhverfið tunglið. Með því urðu Japanar fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfið tunglið.

Þá hafa Kínverjar boðað frekari ferði til tunglsins og hyggjast lenda ómönnuðu geimfari þar fyrir árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×