Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 18:48 Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Liechtenstein í síðustu viku. Mynd/Peter Klaunzer Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira