Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 13:30 Barry George. Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá. Erlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá.
Erlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira