Þróunin minnir á netbóluna 9. janúar 2008 00:01 Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný. Undir smásjánni Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný.
Undir smásjánni Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent