Heiftarleg átök í Framsókn Björgvin Guðmundsson skrifar 20. janúar 2008 00:01 Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun