Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Ingimar Karl Helgason skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Fiskvinnslufólki hefur fækkað gríðarlega á einum áratug. Konum hefur fækkað töluvert meira en körlum. „Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks. Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks.
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira