Kraftur í handverkinu 20. febrúar 2008 00:01 Þorsteinn í handverkshúsinu Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. Fréttablaðið/Arnþór Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira