Á að Bakka við Húsavík? 27. febrúar 2008 05:45 Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun