Vinsælast að snæða á Vox Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Björn harðarson leggur lokahönd á hlaðborðið Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur.Markaðurinn/Anton „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira