Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Strangt gæðaeftirlit við hrognavinnslu Kawa Morita frá Japan fylgist vel með framleiðslunni í Vinnslustöðinni þar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson ræður ríkjum. Samþykki Morita að kaupa hrognin sem eru framleidd er gengið frá pökkun og hrognin sett í frystigeymslur. Sigurgeir segir að þá fari af stað samningaviðræður um verð.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur. Héðan og þaðan Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Helstu markaðir fyrir þessar loðnuafurðir eru í Japan og Rússlandi. Eftirspurnin er til staðar en verðið fer eftir markaðsaðstæðum hverju sinni,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, sem flestir þekkja sem Binna í Vinnslustöðinni. Loðnukvótinn var aukinn um 50 þúsund tonn í fyrradag og gladdi það mjög stjórnendur þeirra útgerða sem gera út á loðnu. Er það viðbót við þau 100 þúsund tonn sem þegar var búið að heimila að veiða af loðnunni. Sigurgeir Brynjar segir að langmesti hluti kvótans fari í loðnuhrognaframleiðslu hjá Vinnslustöðinni. Fyrir það fæst hærra verð en ef loðnan er bara sett í bræðslu. „Á einfaldan hátt má segja að hver loðna er skorin í tætlur. Með sérstakri aðferð eru loðnuhrognin tekin úr henni. Þetta eykur verðmætin sem við erum að skapa. Það er samt erfitt að segja til um hversu mikið við fáum fyrir þetta,“ segir Brynjar. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að í fyrra hafi veiðst 308 þúsund tonn af loðnu. Útflutningsverðmæti þess afla var um 9,5 milljarðar króna. Ef skipting á milli manneldis- og mjölvinnslu verður lík og í fyrra, og í ljósi þess að afurðaverð á heimsmörkuðum er hátt og gengi krónunnar orðið hagstæðara fyrir útflytjendur, gæti verðmæti 50 þúsund tonna loðnukvótaaukningar nálgast tvo milljarða króna að mati Valdimars. Sigurgeir segir að tveir gæðaeftirlitsmenn frá japönskum fyrirtækjum hafi verið að bíða eftir loðnunni í Vestmannaeyjum frá því í janúar. Nú fylgist þeir vel með framleiðslunni og gæði afurða sem send eru til Japan. Kröfurnar eru miklar enda loðnuhrogn dýr og sérstök vara. Sáralítið sé veitt af loðnu í heiminum nema við Íslandsstrendur.
Héðan og þaðan Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent