Óvirk samkeppni Ingimar Karl Helgason skrifar 19. mars 2008 00:01 Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. Markaðurinn/Pjetur „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Héðan og þaðan Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur.
Héðan og þaðan Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira