Í útilegu með öll þægindi 26. mars 2008 00:01 Björgvin Barðdal segir þægindi sem fólk sé vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. fréttablaðið/arnþór „Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni," segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða. Staðir eins og Kirkjubæjarklaustur, Húsafell og Hellishólar koma líka til greina þegar farið er í ferðalög með fellihýsið í eftirdragi." Björgvin segir að fellihýsið sé þægilegt í notkun hvort sem ferðinni sé heitið upp á hálendið eða bara til að þræða tjaldstæðin og njóta afslöppunar með fjölskyldunni. „Aðstaðan á tjaldstæðum landsins hefur aldrei verið betri. Yfir 100 staðir á landinu í dag bjóða upp á skipulagða aðstöðu, þar sem hægt er að tjalda vagninum jafnvel með aðgengi að rafmagni og vatni. Útilegur eru ofarlega í huga manns þegar veðrið er gott. Útilega í fellihýsi er ferðamáti sem hefur gert fólki kleift að ferðast um landið án mikillar fyrirhafnar. Auðveldara er að draga þessa vagna um þjóðvegi landsins en margir halda. Bara að passa að börnin séu í bílnum," segir Björgvin í gríni. „Bruna af stað í góða veðrið sem er alltaf einhvers staðar á landinu." Kona Björgvins, Þóra Sif Sigurðardóttir, og börnin Arnþór 16 ára, Björk Steinunn 10 ára og Ófeigur 10 ára, njóta þess að ferðast með þeim þægindum sem vel útbúið fellihýsi hefur upp á að bjóða. „Þegar börnin voru orðin þrjú var stefnan tekin á fellihýsið en það er ferðamáti sem hentar vel fyrir fjölskyldur með börn. Útilegur í venjulegu tjaldi gera fólk háðara veðri. Reynslan er að fólk ferðast meira en ella ef það á sæmilega vel útbúinn vagn. Þægindi sem fólk er vant heima fyrir hafa sitt að segja í útilegunni. Hitakerfið í vagninum gerir gæfumuninn og það fer alltaf vel um fjölskylduna sama hvernig viðrar." Björgvin ólst upp í kringum tjöld og segir að ferðaáhuginn sé honum í blóð borinn. Hann er þriðji ættliður framkvæmdastjóra Seglagerðarinnar Ægis, sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins, stofnað 1913, og hefur verið í eigu fjölskyldu hans síðustu sextíu árin. Útivist og útilegur með fjölskyldunni hafa því alltaf verið stór hluti af hans lífsstíl. Björgvin og fjölskylda eiga það oft til að bregða sér í útilegu með mjög stuttum fyrirvara þegar tekur að vora. „Það er gott að geta notið alls í náttúrunni, þar á meðal vonda veðursins, vitandi það að vagninn er afbragðs skjól fyrir þig og þína," segir Björgvin, sem fer fljótlega að setja sig í ferðagírinn með hækkandi sól. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira