Vegvísir eða farartálmi? árni páll árnason skrifar 1. apríl 2008 00:01 Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar