Forðast kastljós fjölmiðlanna 11. júní 2008 00:01 „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Héðan og þaðan Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Sjá meira
„Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005.
Héðan og þaðan Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Sjá meira