Velkomin til Íslands Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. september 2008 05:45 Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar