Magnús Ingi Helgason og Atli Jóhannesson féllu úr leik í fyrstu umferðinni í einliðaleik karla á Evrópumótinu í badminton i dag.
Atli Jóhannesson mætti Pablo Abian sem er í 51. sæti heimslistans og tapaði 21-12 og 21-8.
Magnús Ingi mætti Dananum Peter Mikkelsen sem er númer 47 á heimslistanum og varð að lúta í lægra haldi eftir að hafa meiðst í annari lotu. Magnús hélt vel í við þann danska í fyrstu lotu sem tapaðist 21-14, en varð að gefa leikinn vegna nárameiðsla í stöðunni 13-3 í síðari lotunni.