Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Annas Sigmundsson skrifar 25. júní 2008 00:01 Jóhanna og Nicholas Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. aðsend Mynd „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Héðan og þaðan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga.
Héðan og þaðan Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira