Bernie Ecclestone segir að sá sem vinnur flesta sigra 2009 verði heimsmeistari. Breyting á reglum verði gerð á fundi FIA í desember.
Ecclestone segir að forráðamenn keppnisliða séu sammála hugmyndum hans hvað þetta varðar og allir séu orðnir leiðir á núverandi fyrirkomulagi þar sem menn aki til að safna stigum.
"Ég var orðinn hundleiður á því að fólk var alltaf að tala um að það væri of lítiði um framúrakstur í Formúlu 1. Eftir breytinguna þurfa menn bara að stefna á gull, ekki stig til að safna í sarpinn", sagði Ecclestone.
Besta dæmið hvað þetta varðar er lokamótið í Brasilíu þar sem Lewis Hamilton þurfti aðeins fimmta sætið til að leggja Felipe Massa af velli í titilslagnum. Hamilton rétt náði fimmta sætinu og varð meistari þó Massa ynni sex sigraí mótum ársins, en Hamilton fimm.
Nýjan reglan mun gjörbreyta viðhorfi ökumanna, sem verða nú að stefna á sigur í einstökum mótum ársins, í stað þess að sætta sig við silfur eða brons. Sá sem vinnur flest gull verður heimsmeistari á næsta ári.