Erlent

Tóbaksplantan mótefni gegn krabbameini

Ný rannsókn leiðir í ljós að efni unnið úr tóbaksplöntunni geti orðið uppistaðan að nýju mótefni gegn einni tegund af krabbameini, það er hvítblæði.

Tóbaksplantan er annars þekkt fyrir að bera ábyrgð á milljónum krabbameinstilfella. Bandarískir vísindamenn hafa hinsvegar notað plöntuna til að rækta efnasambönd fyrir mótefni gegn þessari tegund krabbameins.

Bandaríska Vísindaakademían segir að þótt fyrstu niðurstöður úr þessum rannsóknum séu spennandi þurfi að athuga nánar hvernig mótefnið virkar. Það eru vísindamenn við Stanford háskólann sem vinna að þessum rannsóknum.

Dr Ronald Levy stjórnar hópnum og hann segir í samtali við BBC að það sé mjög áhugavert, en jafnframt kaldhæðið, að hægt sé að finna meðferð gegn krabbameini í tóbaksplöntunni. Aðeins nokkrar plöntur þurfi til að vinna nægilegt mótefni fyrir hvern sjúkling sem þjáist af hvítblæði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×