NBA: Ginobili sneri aftur með Spurs 25. nóvember 2008 09:33 Chris Paul var með þrennu annan leikinn í röð hjá New Orleans NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili sneri aftur úr meiðslum hjá San Antonio og hjálpaði liðinu til sigurs gegn Memphis á útivelli 94-81. George Hill var stigahæstur hjá San Antonio með 20 stig en Ginobili skoraði 12 stig á 11 mínútum. Nýliðinn O.J. Mayo var með 26 stig hjá Memphis. Chris Paul var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar New Orleans lagði LA Clippers 99-87 á útivelli. Paul skoraði 14 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 10 fráköst, en Eric Gordon skoraði 25 stig fyrir heillum horfið Clippers-liðið. Þetta var áttunda tap liðsins í níu heimaleikjum. Houston kláraði þriggja leikja ferðalag með þriðja sigrinum í röð þegar það lagði Miami 107-98. Yao Ming skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston en Dwyane Wade og Mario Chalmers 23 hvor fyrir Miami. Chicago skellti Utah á útivelli 101-100 á flautukörfu frá Larry Hughes. Nýliðinn Derrick Rose var langbestur í liði Chicago með 25 stig og 9 stoðsendingar en Mehmet Okur skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyri Utah - sem tapaði aðeins öðrum deildarleik sínum á heimavelli á árinu 2008. Orlando lagði Milwaukee 108-101 þar sem Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir Milwaukee liðið, sem missti miðherjann Andrew Bogut í meiðsli. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Portland vann Sacramento 91-90. Brandon Roy skoraði 28 stig fyrir Portland og John Salmons skoraði 20 fyrir Sacramento. Loks vann Charlotte góðan sigur á Philadelphia 93-84 á heimavelli. Nýliðinn DJ Augustin skoraði 25 stig fyrir Charlotte en Elton Brand 18 fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili sneri aftur úr meiðslum hjá San Antonio og hjálpaði liðinu til sigurs gegn Memphis á útivelli 94-81. George Hill var stigahæstur hjá San Antonio með 20 stig en Ginobili skoraði 12 stig á 11 mínútum. Nýliðinn O.J. Mayo var með 26 stig hjá Memphis. Chris Paul var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð þegar New Orleans lagði LA Clippers 99-87 á útivelli. Paul skoraði 14 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 10 fráköst, en Eric Gordon skoraði 25 stig fyrir heillum horfið Clippers-liðið. Þetta var áttunda tap liðsins í níu heimaleikjum. Houston kláraði þriggja leikja ferðalag með þriðja sigrinum í röð þegar það lagði Miami 107-98. Yao Ming skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston en Dwyane Wade og Mario Chalmers 23 hvor fyrir Miami. Chicago skellti Utah á útivelli 101-100 á flautukörfu frá Larry Hughes. Nýliðinn Derrick Rose var langbestur í liði Chicago með 25 stig og 9 stoðsendingar en Mehmet Okur skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyri Utah - sem tapaði aðeins öðrum deildarleik sínum á heimavelli á árinu 2008. Orlando lagði Milwaukee 108-101 þar sem Richard Jefferson skoraði 25 stig fyrir Milwaukee liðið, sem missti miðherjann Andrew Bogut í meiðsli. Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Portland vann Sacramento 91-90. Brandon Roy skoraði 28 stig fyrir Portland og John Salmons skoraði 20 fyrir Sacramento. Loks vann Charlotte góðan sigur á Philadelphia 93-84 á heimavelli. Nýliðinn DJ Augustin skoraði 25 stig fyrir Charlotte en Elton Brand 18 fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira