Brotthvarf Honda öðrum viðvörun 9. desember 2008 07:57 David Richards fagnar góðum árangri með Jenson og John Button, en hann var framkvæmdarstjóri BAR Honda en var bolað burt. Mynd: Getty Images David Richards fyrrum framkvæmdarstjóri BAR Honda liðsins segir brotthvarf Honda úr Formúlu 1 öðrum liðum viðvörun. Richards var á sínum tíma bolað frá starfi sínu og eftir það gekk hvorki né rak hjá BAR Honda sem breyttist í lið í eigu Honda. Richards gæti núna komið til sögunnar aftur í ljósi vandamála Honda. Hann er með tvo fjárfesta í Persaflóa sem vilja styðja hann til að kaupa bækistöðvar Honda og það mætti segja að ef af því verður þá fengi Richards uppreisn æru. Hann er þó ekkert ginnkeyptur fyrir slíku, en fyrirtæki hans Prodrive sér um Subaru í heimsmeistaramótinu í rallakstri. "Honda liðið var skipað frábæru starfsfólki, en það er ljóst að öll lið verða að skoða fjárhagsstöðu sína. Ég er með opinn huga varðandi það að taka að mér leifar liðsins, en það er mikil yfirbygging sem fylgir bæikstöðvunum í Brackley og það er ekki víst að það sé besti kosturinn í stöðunni", sagði Richards. Hann ætlaði að stofna eigin lið fyrir tveimur árum, en náði ekki samningum við FOM og FIA um málið og það féll um sjálft sig. Önnur keppnislið voru á móti því að nýtt lið væri stofnað, en hann hugðist nota McLaren undirvagn og vél. Sama og Force India hefur nú fengið leyfi til að nota óhindrað. Richards þótti mjög fær framkvæmdarstjóri og undir hans stjórn var BAR Honda í toppslagnum 2004. Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
David Richards fyrrum framkvæmdarstjóri BAR Honda liðsins segir brotthvarf Honda úr Formúlu 1 öðrum liðum viðvörun. Richards var á sínum tíma bolað frá starfi sínu og eftir það gekk hvorki né rak hjá BAR Honda sem breyttist í lið í eigu Honda. Richards gæti núna komið til sögunnar aftur í ljósi vandamála Honda. Hann er með tvo fjárfesta í Persaflóa sem vilja styðja hann til að kaupa bækistöðvar Honda og það mætti segja að ef af því verður þá fengi Richards uppreisn æru. Hann er þó ekkert ginnkeyptur fyrir slíku, en fyrirtæki hans Prodrive sér um Subaru í heimsmeistaramótinu í rallakstri. "Honda liðið var skipað frábæru starfsfólki, en það er ljóst að öll lið verða að skoða fjárhagsstöðu sína. Ég er með opinn huga varðandi það að taka að mér leifar liðsins, en það er mikil yfirbygging sem fylgir bæikstöðvunum í Brackley og það er ekki víst að það sé besti kosturinn í stöðunni", sagði Richards. Hann ætlaði að stofna eigin lið fyrir tveimur árum, en náði ekki samningum við FOM og FIA um málið og það féll um sjálft sig. Önnur keppnislið voru á móti því að nýtt lið væri stofnað, en hann hugðist nota McLaren undirvagn og vél. Sama og Force India hefur nú fengið leyfi til að nota óhindrað. Richards þótti mjög fær framkvæmdarstjóri og undir hans stjórn var BAR Honda í toppslagnum 2004.
Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira