Ár og dagar íslenskrar tónlistar Jakob Frímann Magnússon skrifar 11. desember 2008 06:00 Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun