Lögbundin stjórnsýsla og nektardans Björn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2008 00:01 umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar