Teppaleiðangurinn í Kabúl var vel undirbúinn Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 14:10 Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan. Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu. Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Starfsmenn íslensku friðargæslunnar eru ekki allir sáttir við umfjöllun um árásina í Kjúklingastræti í október 2004. Ferð friðargæsluliðanna í Kabúl hefur verið kölluð glapræði og mistök. Bent er á að ferðin hafi verið mjög vel undirbúin. Áður en hún var farin var gerð vettvangskönnun í umhverfinu um Kjúklingastræti. Gatan sjálf var sérstaklega könnuð til þess að staðsetja umrædda teppaverslun, en margar slíkar eru til húsa við götuna. Á þessum tíma var ástandið í Kabúl metið tiltölulega gott. Öryggisverðir friðargæsluliðsins kölluðu það grænt viðbúnaðarstig, sem er það lægsta á skalanum. Aðstæður við verslunina voru metnar þannig að gatan væri þröng og mikil umferð um hana. Því væri ráðlegt að stoppa stutt og að vörurnar yrðu tilbúnar til afhendingar þegar komið væri að sækja þær. Sex vopnaðir friðargæsluliðar fóru í teppaleiðangurinn á tveim sérstaklega styrktum jeppum. Með þeim voru einnig Bandaríkjamaður og Tyrki sem var kunnugur eiganda verslunarinnar. Þegar til kom voru vörurnar ekki tilbúnar og því var stoppið lengra en ætlað var. Rétt í þann mund sem menn voru loks að búast til brottfarar var ráðist á þá með þrem handsprengjum. Afgönsk stúlka og bandarísk kona létu lífið og fjórir friðargæsluliðar særðust, auk nokkurra afganskra vegfarenda. Tilræðismaðurinn lét einnig lífið. Starfsmaður Friðargæslunnar (ekki frá Kabúl) sem Vísir talaði við bendir á álitsgerð sem tveir hæstaréttardómarar unnu fyrir utanríkisráðuneytið. Þar sé þess getið að ekkert bendi til annars en að öryggisgæsla í ferðinni í Chicken Street hafi verið óaðfinnanleg og að íslensku friðargæsluliðarnir hafi í einu og öllu brugðist rétt við. Fyrrnefndur starfsmaður bendir einnig á að í álitsgerðinni segi að ekki liggi fyrir neinar vísbendingar frá öryggisyfirvöldum friðargæslunnar um að lengd dvalarinnar fyrir utan verslunina í Chicken Street hafi orsakað árásina eða hvort hún hafi ráðist af því að þar var um tilviljanakennt skotmark að ræða. Hvað sem því líði sé ljóst að frumábyrgð á árásinni liggi hjá þeim sem skipulögðu hana og framkvæmdu. Starfsmanninum þykir ódýrt að menn í skrifstofustólum heima á Íslandi skuli taka að sér að dæma í málinu.
Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira