Erlent

Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum

Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar.

Lögreglan telur ljóst að eðlurnar voru drepnar af mönnum en ekki rándýri enda för á þeim eftir hnífstungur og spörk. Sjálfboðaliðar sem annast eðlurnar uppgvötvuðu drápin s.l. sunnudag. Þeir eru slegnir yfir þessu og skilja ekki hver geti átt hlut að svona óskiljanlegum glæp.

Blár risavaxnar iguana-eðlur geta orðið allt að 10 kg á þyngd og þær lifa að meðaltali í um 20 ár.

Árið 2005 voru aðeins 25 dýr af þessari tegund til í heiminum. En með markvissu björgunarstarfi hefur tekist að koma stofninum upp í 140 dýr.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×