Sjóminjasafnið og atvinnusagan Björgvin Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 05:30 Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun