Brot á stjórnarskrá 15. nóvember 2008 06:00 Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar