Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningi við Gareth O´Sullivan um að taka við þjálfun kvennaliðs félagsins af Helenu Ólafsdóttur sem stýrði liðinu í síðasta sinn þegar það hampaði bikarnum í gær.
O´Sullivan hefur þjálfað Aftureldingu síðustu tvö ár og stýrði félaginu í sjötta sæti Landsbankadeildarinnar í sumar. Hann mun einnig sjá um að þjálfa 2. flokk KR-liðsins.
Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag.