Merkileg bók um listamann 28. nóvember 2008 03:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar