19. öldin fremur en framtíðin Jón Kaldal skrifar 26. júlí 2008 06:00 Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hann ekki styðja tillöguna í óbreyttri mynd. Í Fréttablaðinu í dag tekur hann enn afdráttarlausar til orða og segir alveg ljóst að skipulagsráð muni ekki samþykkja tillöguna. Samkvæmt borgarstjóra er afstaða meirihlutans skýr: Listaháskólinn mun ekki, eins og stendur til, flytja starfsemina árið 2011 í þá byggingu sem sést á teikningum vinningstillögunnar, þá hina sömu og menntamálaráðherra hefur kallað „mikinn sigur fyrir íslenska arkitekta og íslenska byggingarlist". Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og arftaki Ólafs í embætti borgarstjóra, hefur ekki opinberað sína skoðun á tillögunni. Eftir eindregin orð Ólafs er ekki þörf á því. Borgarstjóri hefur tekið af henni ómakið og upplýst um stefnu meirihlutans í málinu. Engu máli skiptir þótt tillagan sé ekki einu sinni komin til meðferðar hjá skipulagsráði. Borgarstjóri er búinn að leggja línuna. Hann segir að tillagan verði ekki samþykkt þar. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill aðra útfærslu. Hann veit betur en dómnefndin sem var skipuð fólki frá Listaháskólanum, fasteignaþróunarfélaginu Samson Properties, menntamálaráðuneytinu og Arkitektafélagi Íslands. Sem sagt, betur en fulltrúar þeirra sem eiga að vinna í húsinu, þeirra sem ætla að reisa það, borga fyrir það og fagfólk í arkitektúr. Og á hverju skyldi stranda? Borgarstjóri vill standa vörð um 19. aldar götumynd Laugavegar, sem vissulega er virðingarvert sjónarmið, ef götumyndin væri ekki svona skelfileg einmitt á þessum reit sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Þetta svæði hefur um árabil verið einn vesælasti blettur miðbæjarins, sama frá hvaða sjónarhorni er horft til þess. Eina húsið á reitnum sem Húsafriðunarnefnd ríkisins vill að verði verndað er Laugavegur 41 og samkvæmt vinningstillögunni stendur það áfram. Reyndar í útfærslu sem er frá árinu 1983, þegar byggt var verulega við það. Koma Listaháskólans væri mesta framfaraskref fyrir Laugaveginn í áratugi. Tillaga Páls Hjaltasonar og félaga hjá +Arkitektum er stássleg og áræðin eins og er við hæfi fyrir þá starfsemi sem byggingin á að hýsa. Það eru ekki oft reist hús í Reykjavík sem setja afgerandi svip á borgina og lyfta umhverfi sínu á hærra plan. Hér er komin tillaga að einu slíku. Það verður núverandi meirihluta til ævarandi háðungar ef honum tekst að klúðra þessu máli.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun