Erlent

Tilveru sælkerasveppa í Evrópu ógnað

Tilveru svarta Perigord sveppsins (truffle) í Evrópu er nú ógnað vegna innrásar kínverskra sveppa inn á útbreiðslusvæði Perigord í Evrópu.

Perigord er einn dýrasti sveppur í heimi og talinn algerlega ómissandi í franskri matargerð. Kílóið af honum kostar um 100.000 kr. þessa stundina.

Kínverski sveppurinn sem ógnar honum vex mun hraðar og tekur rýmið frá Perigord sem smátt og smátt hverfur svo af svæðinu. Kínverski sveppurinn er nauðalíkur Perigord en hinsvegar alveg bragðlaus.

Sem stendur er þetta vandamál aðeins bundið við Ítalíu en þar hefur kínverska sveppinum tekist að koma sér vel fyrir. Unnendur Perigord óttast hinsvegar að þessi kínverska sveppaplága muni breiðast um alla Evrópu og að þar með verði frönsk matargerð af einu af sínu vinsælasta og bragðbesta hráefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×