Mannaflsfrekar framkvæmdir fram undan 7. maí 2008 00:01 Mikill gangur er í byggingu tónlistarhússins á hafnarbakkanum í Reykjavík. Mannfrekar framkvæmdir eru fram undan, enda þótt útlendingar flykkist heim í auknum mæli.Markaðurinn/GVA Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um fjögur þúsund í fyrra, að mati Vinnumálastofnunar. Stofnunin telur að um síðustu áramót hafi hátt í átján þúsund erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér. Það jafngildir um níu af hverjum hundrað á vinnumarkaði. Flestir í byggingariðnaðiHlutfallslega störfuðu flestir erlendir ríkisborgarar við mannvirkjagerð, eða um fjórir af hverjum tíu allra sem störfuðu í byggingariðnaði, í heildina um sex þúsund manns. Í lok árs 2005 áætlaði Vinnumálastofnun að erlendir starfsmenn í byggingariðnaði væru innan við tvö þúsund.Fyrir skömmu kom út skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í vor. Þar er sérstaklega fjallað um erlenda starfsmenn og byggingariðnað.Fer að hægjast umVinnumálastofnun segir að enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Hún nefnir að nýskráningar á vinnumarkaði hafi verið lítið eitt fleiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þar munar um tvö hundruð manns. Hins vegar telur stofnunin að fljótlega hægist á, vegna minnkandi umsvifa almennt og minnkandi einkaneyslu.Þá setur stofnunin einn fyrirvara. Auknar skráningar í ár megi hugsanlega skýra með auknu eftirliti og að um sé að ræða fólk sem komið var til landsins fyrir áramót.Erlendu verkafólki fækkarNú gerir Vinnumálastofnun hins vegar ráð fyrir að þessu fólki fækki, jafnvel um þrjú þúsund manns á árinu. Það sést meðal annars á útgáfu svonefndra E-vottorða, en erlendir ríkisborgarar taka þau með sér til heimalandsins til staðfestingar á áunnum rétti til atvinnuleysisbóta. Um þúsund slík vottorð voru gefin út á fyrstu þremur mánuðum ársins, en þau voru um tólf hundruð í fyrra, flest á síðari hluta ársins.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, bendir raunar á að mörg þessara vottorða hafi verið vegna starfsmanna sem reistu álver á Reyðarfirði.Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að fjöldi útgefinna leyfa og skráninga starfsfólks hafi verið yfir helmingur allra nýrra leyfa og skráninga árið 2005, en nú stefni í að þetta hlutfall verði um þriðjungur.Mikil veltaVinnumálastofnun gerir ráð fyrir að í heildina hafi um níu þúsund erlendir starfsmenn komið hingað til starfa í fyrra. Hins vegar er mismunandi hversu lengi fólk staldrar við. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að erlendir ríkisborgarar flytja í töluverðum mæli frá landinu, eins og til þess. Í hitteðfyrra komu um sjö þúsund manns til landsins, en þá fóru ríflega fimmtán hundruð í burtu. Í fyrra komu um 7.400 erlendir ríkisborgarar hingað til lands, en þá fóru tæp fjögur þúsund heim aftur. Ríflega 2.800 eru komnir það sem af er ári, en tæplega sjö hundruð þegar farnir heim.Eins og áður sagði hafa þegar verið gefin út um þúsund E-vottorð, svo að þessu fólki mun fjölga. Þá gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að um þrjú þúsund erlendir ríkisborgarar hverfi heim á árinu.Fleira byggt en íbúðir„Íbúðarhúsnæði er sá hluti markaðarins sem er stopp. Það er bæði salan og fyrirgreiðslan í bönkunum," segir Árni Jóhannsson hjá mannvirkjadeild Samtaka iðnaðarins. Hann bendir hins vegar á að mannvirkjagerð sé meira en bygging íbúðarhúsnæðis. „Það er líka atvinnu- og verslunarhúsnæði, gatnagerð, hafnarframkvæmdir og verkefni sem tengjast stóriðju," segir Árni. Einnig má nefna tónlistarhúsið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Árni bætir því við að verktakar reyni að færa sig á milli, en þurfi til þess tíma. „Það er engin nauðlending á íbúðamarkaðnum. Það er eins og þessi grein hafi verið skotin niður úr tuttugu þúsund feta hæð." Hið opinbera skapi þúsund störfBent er á það í skýrslu Vinnumálastofnunar að til standi að verja 25 milljörðum króna af opinberu fé til samgöngumannvirkja á árinu. Stofnunin áætlar að um 750 manns fái störf við jarðvinnu, yfir 300 við brúargerð og um 150 manns við jarðgöng. „Á heildina litið er því ljóst að opinberar framkvæmdir við gerð samgöngumannvirkja munu vinna gegn því aukna atvinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar við byggingu almenns íbúðar- og atvinnuhúsnæðis," segir í skýrslunni.Undir þetta tekur Árni Jóhannsson. „Þessi aukning þýðir þúsund störf, sem skiptir gríðarlegu máli." Árni bendir á að sextán þúsund manns starfi í byggingariðnaði. „Það er ekkert einkamál hvers og eins hvernig þessari grein reiðir af. Þetta skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið."Lítið atvinnuleysi vegna stóriðjuÞá er í skýrslu Vinnumálastofnunar fjallað um stóriðju og virkjanaframkvæmdir. Um fimmtán hundruð manns höfðu atvinnu af slíkum framkvæmdum í lok síðasta árs. Fjórir fimmtu þeirra voru erlendir starfsmenn. Flestir störfuðu við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem hafa unnið við þetta hafi horfið heim að framkvæmdum loknum. Gert sé ráð fyrir því að sama gildi um erlenda starfsmenn sem vinni að verkefnum sem ljúki á þessu ári og næsta.Meginniðurstaða stofnunarinnar er að ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umtalsvert samfara minnkandi umsvifum á þessu sviði. Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði fjölgaði um fjögur þúsund í fyrra, að mati Vinnumálastofnunar. Stofnunin telur að um síðustu áramót hafi hátt í átján þúsund erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér. Það jafngildir um níu af hverjum hundrað á vinnumarkaði. Flestir í byggingariðnaðiHlutfallslega störfuðu flestir erlendir ríkisborgarar við mannvirkjagerð, eða um fjórir af hverjum tíu allra sem störfuðu í byggingariðnaði, í heildina um sex þúsund manns. Í lok árs 2005 áætlaði Vinnumálastofnun að erlendir starfsmenn í byggingariðnaði væru innan við tvö þúsund.Fyrir skömmu kom út skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í vor. Þar er sérstaklega fjallað um erlenda starfsmenn og byggingariðnað.Fer að hægjast umVinnumálastofnun segir að enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Hún nefnir að nýskráningar á vinnumarkaði hafi verið lítið eitt fleiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þar munar um tvö hundruð manns. Hins vegar telur stofnunin að fljótlega hægist á, vegna minnkandi umsvifa almennt og minnkandi einkaneyslu.Þá setur stofnunin einn fyrirvara. Auknar skráningar í ár megi hugsanlega skýra með auknu eftirliti og að um sé að ræða fólk sem komið var til landsins fyrir áramót.Erlendu verkafólki fækkarNú gerir Vinnumálastofnun hins vegar ráð fyrir að þessu fólki fækki, jafnvel um þrjú þúsund manns á árinu. Það sést meðal annars á útgáfu svonefndra E-vottorða, en erlendir ríkisborgarar taka þau með sér til heimalandsins til staðfestingar á áunnum rétti til atvinnuleysisbóta. Um þúsund slík vottorð voru gefin út á fyrstu þremur mánuðum ársins, en þau voru um tólf hundruð í fyrra, flest á síðari hluta ársins.Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, bendir raunar á að mörg þessara vottorða hafi verið vegna starfsmanna sem reistu álver á Reyðarfirði.Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að fjöldi útgefinna leyfa og skráninga starfsfólks hafi verið yfir helmingur allra nýrra leyfa og skráninga árið 2005, en nú stefni í að þetta hlutfall verði um þriðjungur.Mikil veltaVinnumálastofnun gerir ráð fyrir að í heildina hafi um níu þúsund erlendir starfsmenn komið hingað til starfa í fyrra. Hins vegar er mismunandi hversu lengi fólk staldrar við. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að erlendir ríkisborgarar flytja í töluverðum mæli frá landinu, eins og til þess. Í hitteðfyrra komu um sjö þúsund manns til landsins, en þá fóru ríflega fimmtán hundruð í burtu. Í fyrra komu um 7.400 erlendir ríkisborgarar hingað til lands, en þá fóru tæp fjögur þúsund heim aftur. Ríflega 2.800 eru komnir það sem af er ári, en tæplega sjö hundruð þegar farnir heim.Eins og áður sagði hafa þegar verið gefin út um þúsund E-vottorð, svo að þessu fólki mun fjölga. Þá gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að um þrjú þúsund erlendir ríkisborgarar hverfi heim á árinu.Fleira byggt en íbúðir„Íbúðarhúsnæði er sá hluti markaðarins sem er stopp. Það er bæði salan og fyrirgreiðslan í bönkunum," segir Árni Jóhannsson hjá mannvirkjadeild Samtaka iðnaðarins. Hann bendir hins vegar á að mannvirkjagerð sé meira en bygging íbúðarhúsnæðis. „Það er líka atvinnu- og verslunarhúsnæði, gatnagerð, hafnarframkvæmdir og verkefni sem tengjast stóriðju," segir Árni. Einnig má nefna tónlistarhúsið á hafnarbakkanum í Reykjavík. Árni bætir því við að verktakar reyni að færa sig á milli, en þurfi til þess tíma. „Það er engin nauðlending á íbúðamarkaðnum. Það er eins og þessi grein hafi verið skotin niður úr tuttugu þúsund feta hæð." Hið opinbera skapi þúsund störfBent er á það í skýrslu Vinnumálastofnunar að til standi að verja 25 milljörðum króna af opinberu fé til samgöngumannvirkja á árinu. Stofnunin áætlar að um 750 manns fái störf við jarðvinnu, yfir 300 við brúargerð og um 150 manns við jarðgöng. „Á heildina litið er því ljóst að opinberar framkvæmdir við gerð samgöngumannvirkja munu vinna gegn því aukna atvinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar við byggingu almenns íbúðar- og atvinnuhúsnæðis," segir í skýrslunni.Undir þetta tekur Árni Jóhannsson. „Þessi aukning þýðir þúsund störf, sem skiptir gríðarlegu máli." Árni bendir á að sextán þúsund manns starfi í byggingariðnaði. „Það er ekkert einkamál hvers og eins hvernig þessari grein reiðir af. Þetta skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið."Lítið atvinnuleysi vegna stóriðjuÞá er í skýrslu Vinnumálastofnunar fjallað um stóriðju og virkjanaframkvæmdir. Um fimmtán hundruð manns höfðu atvinnu af slíkum framkvæmdum í lok síðasta árs. Fjórir fimmtu þeirra voru erlendir starfsmenn. Flestir störfuðu við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem hafa unnið við þetta hafi horfið heim að framkvæmdum loknum. Gert sé ráð fyrir því að sama gildi um erlenda starfsmenn sem vinni að verkefnum sem ljúki á þessu ári og næsta.Meginniðurstaða stofnunarinnar er að ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umtalsvert samfara minnkandi umsvifum á þessu sviði.
Héðan og þaðan Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira