Víðfeðm verðbólga 23. júlí 2008 09:56 Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að eftirspurn frá nýmarkaðshagkerfum sé farið að hafa verðhækkunaráhrif á markaði. markaðurinn/anton „Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa Héðan og þaðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Sjá meira
„Verðbólga er á uppleið í heiminum vegna hækkunar á hrávörum sem á einn eða annan hátt tengist hækkun olíuverðs,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Björn telur að aukin eftirspurn frá Asíu og öðrum nýmarkaðshagkerfum sé farin að hafa verðhækkunaráhrif þar sem fleiri og fleiri vilja nota olíu en á sama tíma eykst framboð ekki jafnhratt. Hann bendir jafnframt á að olía er notuð við framleiðslu margra afurða og þegar olíuverð tvöfaldast á jafnskömmum tíma þá hefur það víðtæk áhrif á hagkerfi heimsins. Spurður um stöðu Íslands segir Björn að hagkerfið hafi fengið óvenjusnöggan viðsnúning í efnahagslífinu og þá sérstaklega á gjaldeyrismarkaði sem hefur haft mikla verðbólgu í för með sér sem kemur til viðbótar alþjóðlegum verðhækkunum á hrávörum. Markaðsaðilar virðast tengja Ísland og verðbólgu saman um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan setti Ísland nýverið á lista ásamt Úkraínu, Víetnam og Ungverjalandi yfir lönd þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu. Tólf mánaða verðbólga mældist 12,7 prósent í júní og hefur ekki mælst meiri frá því í ágúst árið 1990. Hagstofa Íslands gefur út nýjar tölur um verðbólgu á föstudaginn næstkomandi. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast hér innanlands fram á haustið en muni gefa eftir í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Í samanburði við ríki heimsins kemur í ljós að verðbólga á Íslandi er nær því sem tíðkast í Mið-Austurlöndum. Af stærri ríkjum heimsins býr Rússland einungis við viðlíka verðbólgutölur og Ísland um þessar mundir. -bþa
Héðan og þaðan Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Sjá meira