Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum 16. apríl 2008 00:01 Áhættuálag erlends lánsfjár hefur ratað inn í verðmyndun skiptasamninga á gjaldeyrismarkaði og eytt vaxtamun milli Íslands og annarra myntsvæða. Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar. Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar.
Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira