Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum 9. september 2008 14:18 Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen" Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen"
Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira