María Björg: Fékk gæsahúð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 14:30 María Björg Ágústsdóttir, leikmaður KR. Mynd/Stefán María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Sjá meira