Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Óli Tynes skrifar 10. september 2008 16:45 Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á. Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á.
Innlent Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira