Hrossaþjófur felldur með DNA sýni Óli Tynes skrifar 27. júlí 2008 18:15 Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl. Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl.
Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira