Erlent

Evrópska geimstöðin Colombus á loft

Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða.

Fram að þessu nemur kostnaðurinn við Colombus um 5 milljörðum evra eða nær 500 milljörðum króna. Geimstöðin á að vera þungamiðjan í starfsemi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar ESA á komandi árum.

Um leið og Colombus kemst á braut um jörðu munu geimfara hefja rannsóknir í þyngdarleysinu um borð. Miklar vonir eru bundnar við Colombus enda verður hún fyrsta evrópska geimstöðin á braut um jörðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×